Opið erindi um sýkingu í íslensku sumargotssíldinni. Erindið flytur Guðmundur Jóhann Óskarsson Fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni.
Í erindinu verður m.a. fjallað um lífsferil Ichthyophonus sýkilsins og bæði umfang og breytileika í yfirstandandi sýkingarfaraldri í íslensku sumargotssíldinni. Þá verða áhrif faraldursins á þróun stofnstærðar og ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar rædd.
Erindið verður haldið í sal Sagnheima, byggðasafns fimmtudaginn 24. nóvember kl. 12:00. Boðið verður upp á heita súpu.
Erindið er haldið í samstarfi Hafrannsóknastofnunarinnar og Þekkingarseturs Vestmannaeyja sem liður í að kynna stofnanir sem starfa innan Þekkingarseturs Vestmannaeyja. Allir velkomnir.