Starfsmenn ÞSV hafa haft mikið að gera í sumar í margskonar rannsóknarverkefnum. Sumarið byrjaði af krafti með verkefni fyrir Háskólann í Washington sem snérist um að setja á flot veður kafbát (”Glider”) sem er að sigla neðan sjávar til Jan Mayen og þegar þetta er skrifað gengur ferðin vel. Verkefni sem snúast um að merkja háhyrninga og hvali hafa gengið mjög vel og að lokum hafa sýnatökur á rauðátu og Clorofil mælingar gengið samkvæmt áætlun. Margir aðilar hafa komið að þessum verkefnum (sjá myndir)