Ferðamálastofa og KPMG bjóða til fróðleiks á fimmtudegi þar sem kynnt verður afkoma fyrirtækja í ferðaþjónustu árið 2017 og fyrstu 6 mánuði ársins 2018.
Fundurinn hefst kl. 8:30 og eru áætluð fundarlok um kl. 10:00. Boðið er upp á að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á vef Ferðamálastofu. KPMG í Vestmannaeyjum og Þekkingarsetur Vestmannaeyja munu sýna frá fundinum í Þekkingarsetrinu á 2. hæð að Ægisgötu 2. Bjóðum við ferðaþjónustuaðila í Vestmannaeyjum og áhugasama til þess að fylgjast með fundinum með okkur og að sjálfsögðu kaffi á könnunni.
Alexander G. Eðvardsson, partner hjá KPMG mun fara yfir niðurstöðurnar skýrslunnar.
Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri stýrir fundinum.
Nánari upplýsingar um fundinn má sjá á vef Ferðamálastofu.
Verið velkomin í Þekkingarsetrið til að fylgjast með fundinum og taka þátt í umræðunni.