Erindi – 22. mars, 2018
Annað erindi í röð erinda um sjávarútveginn var haldið hádeginu í dag. Erindið fjallaði m.a. um nám, nýsköpun og fjórðu iðnbyltinguna og hvernig hún nýtist í sjávarútvegi. Erindið var haldið í fundarsalnum Heimaklettur í Þekkingarsetri Vestmannaeyja að Ægisgötu 2.
Erindið skiptist í tvo hluta og í fyrri hlutanum fjallaði Páll M. Ríkharðsson, prófessor og deildarforseti viðskiptafræðideildar Háskólans í Reykjavík um sjálfvirknivæðingu í fiskvinnslu og tengingu fjórðu iðnbyltingarinnar við sjávarútveg. Í síðari hlutanum fjallaði Ásgeir Jónsson, aðjúkt og forstöðumaður Haftengdrar nýsköpunar m.a. um menntunarkosti með Haftengdri nýsköpun, ávinninginn og framtíðarþróun námsins.
Mjög góð mæting var á fundinn eða um 30 manns og að því loknu voru líflegar umræður sem spunnust út frá fundarefninu. Fundargestum gafst síðan tækifæri á að skoða nýja aðstöðu Þekkingarsetursins að Ægisgötu 2.
Glærur af fundinum eru aðgengilegar hér:
Iðnbyltingin og sjávarútvegur
Menntun í sjávarútvegi