Kynning
Árni Árnason símritari
í Einarsstofu Safnahúss
laugardaginn 13. október kl. 16.
Árni Árnason símritari
í Einarsstofu Safnahúss
laugardaginn 13. október kl. 16.
Í tilefni þess að laugardaginn 13. október eru rétt 50 ár frá því Árni Árnason símritari andaðist er boðið upp á dagskrá honum til heiðurs í Einarsstofu Safnahúss Vestmannaeyja.
Hermann Einarsson minnist gamals vinar og les stutt brot úr væntanlegri bók með úrvali verka Árna.
Sigurgeir Jónsson ræðir um skáldskap Árna.
Útgáfunefndin kynnir bók Árna og gefinn er kostur á því að bætast í heillaóskalista bókarinnar.
Blítt og létt flytur útsetningar við ljóð Árna.
Heiðursgestur er Katrín Gunnarsdóttir, barnabarn Árna.
Allir hjartanlega velkomnir.