Margrét Lilja Magnúsdóttir, Gísli Óskarsson og Kristján Egilsson segja frá einstöku atferli dýra á safninu.
Þekkingarsetur Vestmannaeyja stendur nú fyrir kynningu á stofnunum innan setursins með opnum fyrirlestrum í hádeginu á föstudögum. Fyrsti slíki fyrilesturinn var á byggðasafninu 15. október og Viska hélt sinn fyrilestur 4. nóvember.
Boðið er upp á súpu og brauð og allir eru velkomnir.
Á Fiskasafninu er auðvelt að fylgjast með atferli dýranna sem þar eru án þes að þau verði fyrir truflun. Í gegn um tíðina hafa safnverðir og gestir oft orðið vitni að atferli sem jafnvel er að koma fyri augu manna í fyrsta skipti.
Kristján Egilsson og Gísli Óskarsson eru báðir einstakir náttúruskoðendur og eru báðir hafsjór af fróðleik. Þeir ætla að segja okkur frá nokkrum atvikum sem hafa átt sér stað á safninu og hafa verið kvikmynduð.