Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands standa saman að Eyrarrósinni, viðurkenningu sem veitt er árlega fyrir framúrskarandi menningarstarf á landsbyggðinni. Nýverið var auglýst eftir umsóknum um Eyrarrósina 2010 og er umsóknarfrestur til og með 15. nóvember 2010.
Frétt fengin frá vef Menningarráðs Suðurlands (sunnanmenning.is).
Markmið með Eyrarrósinni er að stuðla að fagmennsku og færni við skipulagningu menningarlífs og listviðburða á landsbyggðinni, auka kynningarmöguleika einstakra sveitarfélaga og landshluta og skapa sóknarfæri á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu. Fjögurra manna nefnd, skipuð forstjóra og stjórnarformanni Byggðastofnunar og stjórnanda og framkvæmdastjóra Listahátíðar í Reykjavík, tilnefnir og velur verðlaunahafa.
Umsækjendur geta m.a. verið stofnun, safn, tímabundið verkefni eða menningarhátíð á landsbyggðinni og eru allir sem falla undir þá flokka hvattir til að sækja um. Þrjú verkefni eru valin úr hópi umsækjenda og þau kynnt sérstaklega, en eitt þeirra hlýtur Eyrarrósina; fjárstyrk að upphæð kr. 1.5 milljón og verðlaunagrip eftir Steinunni Þórarinsdóttur til eignar.
Upphaf Eyrarrósarinnar má rekja til þess að vorið 2004 gerðu Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands með sér samkomulag um eflingu menningarlífs á landsbyggðinni og stofnuðu við það tilefni til Eyrarrósarinnar. Dorrit Moussaieff forsetafrú er verndari Eyrarrósarinnar og er viðurkenningin afhent á Bessastöðum.
UMSÓKNUM SKAL FYLGJA:
Lýsing á verkefninu: Lögð skal fram greinargóð lýsing á verkefninu; umfangi þess, sögu og markmiðum.
Tíma- og verkáætlun: Gera skal grein fyrir stöðu og áætlaðri framvindu verkefnisins og áformum á árinu 2011. Skilyrði er að verkefninu hafi nú þegar verið hleypt af stokkunum.
Upplýsingar um aðstandendur: Lagðar skulu fram ítarlegar upplýsingar um helstu aðila sem
að verkefninu standa og grein gerð fyrir þeirra þætti í því.
Fjárhagsáætlun: Tilgreina skal tekjur og gjöld verkefnisins á þessu ári.
Uppgjör ársins 2009 fylgi umsókn.
Ef umsókn fylgja ekki ofangreindar upplýsingar verður hún ekki tekin til greina
Umsækjendur geta verið m.a. stofnun, safn, tímabundið verkefni eða menningarhátíð
Úthlutunarnefnd tilnefnir þrjú verkefni úr hópi umsækjenda um Eyrarrósina 2011
Eitt þeirra hlýtur viðurkenninguna, 1.500.000 kr. og verðlaunagrip til eignar
Viðurkenningin verður veitt í ársbyrjun 2011 á Bessastöðum
Verndari Eyrarrósarinnar er Dorrit Moussaieff forsetafrú
Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2010 og verður öllum umsóknum svarað
Umsóknir skal senda til Listahátíðar í Reykjavík, pósthólf 88, 121 Reykjavík, merktar Eyrarrósin
Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands standa saman að Eyrarrósinni, viðurkenningu sem veitt er árlega einu afburða menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar á landsbyggðinni.
Verðlaunahafar Eyrarrósarinnar frá upphafi eru:
- 2010 Bræðslan á Borgarfirði eystra
- 2009 Landnámssetur Íslands, Borgarnesi
- 2008 Aldrei fór ég suður, rokkhátíð alþýðunnar á Ísafirði
- 2007 Strandagaldur á Hólmavík
- 2006 LungA, Listahátíð ungs fólks á Austurlandi
- 2005 Þjóðlagahátíðin á Siglufirði
Nánari upplýsingar fást hjá Listahátíð í Reykjavík í síma 561 2444, artfest@artfest.isÞetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. www.listahatid.is