Þekkingarsetur Vestmannaeyja (ÞSV) óskar eftir að ráða verkefnastjóra í fullt starf frá 1. september n.k.
Starfið felst m.a. í ráðgjöf, verkefnastjórnun og frumkvæðisvinnu á sviði byggðamála samkvæmt sérstökum samstarfssamningi við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Verkefnastjóri kemur m.a. að stefnumörkun landshlutans í atvinnu-, samfélags-, umhverfis- og byggðamálum eins og fram kemur í Sóknaráætlun Suðurlands. Starfsstöðin er í skapandi vinnuumhverfi ÞSV og samstarfaðila að Ægisgötu 2 í Eyjum.
Verkefnastjórinn starfar í teymi ráðgjafa og tekur þannig þátt í fjölbreyttum verkefnum hjá sveitarfélögunum fimmtán á Suðurlandi. Þjónustan felst í handleiðslu og ráðgjöf við mótun og þróun verkefna með einstaklingum og fyrirtækjum á sviði atvinnu- og menningarmála. Auk þess að leiðbeina og hafa umsjón og eftirfylgni með styrkveitingum úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Lögð er áhersla á persónulega þjónustu í starfi, sjálfstæði og frumkvæði við úrlausn verkefna. Leitað er að lausnarmiðuðum einstaklingi sem á auðvelt með að vinna með öðrum.
Starfssvið
- Stuðla að samstarfi fyrirtækja, einstaklinga, félagasamtaka, stofnana og sveitarfélaga á Suðurlandi.
- Veita ráðgjöf og handleiðslu um þróun verkefna, s.s. á sviði nýsköpunar-, menningar- og samfélagsverkefna.
- Veita ráðgjöf og handleiðslu um fjármögnun verkefna, í tengslum við styrkumsóknir og aðra fjármögnun.
- Þátttaka í að móta, kynna og veita þjónustu.
- Þróun og eftirfylgni verkefna, s.s. í tengslum við Sóknaráætluna Suðurlands, Byggðaáætlun og önnur landshluta- og/eða svæðisbundin verkefni.
- Almenn verkefnastjórnun og ráðgjöf.
Hæfnikröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af verkefnastjórnun/ráðgjöf æskileg.
- Þekking, skilningur og reynsla af atvinnu-, samfélags- og/eða byggðamálum æskileg.
- Góð færni í mannlegum samskiptum.
- Góð tölvufærni og hæfni í tjáningu í ræðu og riti.
- Frumkvæði, sjálfstæði, framsýni og metnaður.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hörður Baldvinsson, frkvstj. ÞSV sími 841 7710. Umsóknarfrestur er til og með 30. maí 2021. Umsóknum um starfið skulu sendar á netfangið hbald@setur.is