Kári Bjarnason verkefnastjóri verkefnisins Handritin Heim mun á næstu dögum leggja land undir fót og halda til Utha Valley þar sem hann mun skrifa undir samstarfssamning um áframhald á verkefninu Handritin Heim og uppbyggingu á sýningu sem byggir á sögu þess fólks sem yfirgaf Vestmannaeyjar og hélt í hina löngu og erfiðu ferð Vestur um haf þar sem þeir settust að.
Kári mun jafnframt vera gestur á Þorrablóti sem ber yfirskriftina ,,Eat like a Viking“. Þar ætla heimamenn að gæða sér á ekta íslenskum Þorramat að hætti Víkinga. Á heimasíðu Utah Valley Convention & Visitors Bureau má sjá upplýsingar um blótið.