Erindi – 5. desember 2018
Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Markaðstofu Suðurlands, hélt þann 5. desember erindi í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Erindið var hluti af kynningarfundum Markaðsstofu Suðurlands á nýútkominni skýrslu um Áfangastaðaáætlun Suðurlands (DMP). Erindið var fyrst og fremst hugsað fyrir ferðaþjónustuaðila og fulltrúa bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum en var það opið öllum. Laufey fór yfir helstu markmið og áherslur í skýrslunni og tók fyrir sérstaklega þætti er snúa að Vestmannaeyjum og ferðaþjónustunni í Eyjum. Að erindinu loknu gafst gestum tækifæri á að koma með spurningar og var þar meðal annars, sérstaklega rætt hver næstu skref verða og hver hlutverk það er að fylgja þessari vinnu eftir.