Kári Bjarnason verkefnastjóri verkefnisins Handritin Heim fór til Utha Valley þar sem hann skrifaði undir samstarfssamning um áframhald á verkefninu Handritin Heim og uppbyggingu á sýningu sem byggir á sögu þess fólks sem yfirgaf Vestmannaeyjar og hélt í hina löngu og erfiðu ferð Vestur um haf þar sem þeir settust að.
Kári var einnig gestur á Þorrablóti sem ber yfirskriftina ,,Eat like a Viking“. Þar sem heimamenn gæða sér á ekta íslenskum Þorramat að hætti Víkinga.
Hér er hægt að lesa umfjöllun um blótið og uppsetningu á bás á Byggðasafni Vestmannaeyja sem tileinkaður verður mormónum sem fluttust frá Vestmannaeyjum vestur um haf.