Málþing – 18. febrúar 2020
Hafið – Vistvænar lausnir í haftengdri starfsemi
Þann 18. febrúar s.l. voru samtökin Hafið í samstarfi við Þekkingarsetur Vestmannaeyja með málþing í Vestmannaeyjum um vistvænar lausnir í haftengdri nýsköpun. Þau Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson (Binni í Vinnslustöðinni), Anna Margrét Kornelíusdóttir frá Hafinu Öndvegissetri og Guðbjartur Ellert Jónsson frá Herjólfi ohf. voru með stutt erindi og að því loknu voru pallborðsumræður þar sem fyrirlesararnir ásamt Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra, Ólafi Snorrasyni hafnarstjóra og Hirti Emilssyni Navis svöruðu spurningum úr sal. Fundarstjóri var Sigríður Ragna Sverrisdóttir en hún opnaði málþingið með stuttri yfirferð á starfsemi og tilgangi Hafsins.
Fín mæting var á fundinn og líflegar pallborðsumræður sköpuðust að loknum flutningi erindanna. Fundinum var streymt beint á fésbókarsíðu Þekkingarseturs Vestmannaeyja en hægt er að nálgast upptökuna hér að neðan.