Nýlega kom út grein um sníkjudýr (flatorm) sem lifir á fullorðinsstigi í skötusel hér við land. Lirfustig sama sníkjudýrs er að finna í ýsuskel (fyrsti millihýsill) og í þorskfiskum (annar millihýsill) hér við land.
Verkefnið er unnið í samstarfi nokkurra rannsóknastofnanna, Þekkingarsetur Vestmannaeyja kom að rannsóknunum en Tilraunastöð H.Í. í meinafræði að Keldum var í forsvari. Rannsóknin sýnir að um er að ræða flatormstegundina Prosorhyncoides borealis (Digenea) í skötusel (Lophius priscatorius) og í þorski (Gadus morhua). Jafnframt er um að ræða fyrsta fund á sníkjudýrinu í ýsuskel (Abra prismatica), sem fyrsta millihýsli. DNA greining á öllum þremur lífsstigum sníkjudýrsins staðfesti að um sömu tegund (Prosorhyncoides borealis) væri að ræða í ýsuskel, þorski og skötusel.
Nálgast má greinina á PDF formi hér.