11. október 2018
Búið er að opna fyrir umsóknir i framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir úthlutun 2019. Þann 10. október síðastliðinn var haldinn kynningarfundur vegna umsókna um styrki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða á Veitingahúsinu Greifanum á Akureyri. Fundinum var streymt í beinni útsendingu á netinu. Á fundinum fór starfsfólk Ferðamálastofu og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands yfir umsóknarferlið og svaraði spurningum gesta. Í frétt frá sjóðnum eru sveitafélög sérstaklega hvött til þess að sækja um í sjóðinn. Nýsköpunarmiðstöð Íslands mun veita umsækjendum leiðbeiningar við undirbúning og gerð umsókna. Hægt er að nálgast upptöku af fundinum á Facebook- síðu Ferðamálastofu.
Á fundinum var farið yfir
- Breytta reglugerð um sjóðinn
- Umsóknarferlið og umsóknareyðublað
- Hverskonar verkefni eru styrkhæf og hver ekki
- Hvernig sótt er um styrki úr sjóðnum
Þess ber að geta að sveitafélög og einkaaðilar hafa heimild til að sækja um í sóðinn en ekki ríkisstofnanir.
Umsóknarfrestur er til 28. október næstkomandi.