Haldinn verður fræðslufundur í AKÓGES fimmtudaginn 12. Maí kl: 20:30 um niðurstöður rannsókna á lunda og síli við Eyjar.
Fyrirlesarar verða Erpur S. Hansen frá Náttúrustofu Suðurlands og Valur Bogason frá Hafrannsóknastofnuninni sem mun tala um niðurstöður sílarannsókna. Erpur mun tala um varpárangur- og stofnstærð lunda í Eyjum og víðar. Lagt er til að lundinn verði friðaður fyrir veiðum þar til pysjuframleiðsla glæðist. Erpur mun einnig sýna fyrstu samantekt á 113 ára lundaveiðisögu Vestmannaeyja (1898-2010). Í ljós kom að háfaveiði síðustu 113 ár fylgir eins og skugginn þekktri 70 ára sveiflu í sjávaryfirborðshita í Atlantshafi sem nefnist AMO. Borin verða saman hlýskeiðin 1930-60 og það sem hófst 1996. Einnig verða kynntar niðurstöður flugmyndatalninga Arnþórs Garðarssonar á fjölda Langvíu, ritu og fýl, nú og fyrir 20 árum í björgum Vestmannaeyja.
Náttúrustofa Suðurlands, Hafrannsóknastofnunin og Þekkingarsetur Vestmannaeyja 10.05 2011