Frá upphafi árs 2018 hefur Þekkingarsetur Vestmannaeyja staðið fyrir mánaðarlegum erindum um sjávarútveg. Erindin hafa bæði farið fram í Þekkingarsetrinu og á Zoom. Erindin á Zoom hafa verið öllum opin. Þegar erindin hafa verið haldin í Þekkingarsetrinu er um 150 manns boðin þátttaka. Allt efni erindinna er aðgengilegt á þessari síðu. Myndupptaka, myndir, frétt og glærur sem notaðar eru. Erindið sjálft stendur yfir frá kl. 12 – 13. 70 manns hafa verið að mæta þegar mest er og gríðarlega jákvæð viðbrögð.
Erindin eru mjög fjölbreytt og eiga erindi við fjölbreyttan hóp fólks sem starfar í sjávarútvegi og tengdum greinum. Markmiðið með þessum erindum okkar er að hrista fólk í sjávarútvegi saman og draga fram áhugaverða hluti sem tengjast sjávarútvegi, þannig að fólk taki eitthvað nýtt með sér af erindunum. Í senn er þetta umræðu-, félags- og fræðsluvettvangur. Í heildina hafa farið fram 24 sjávarútvegserindi sem öll eru aðgengileg hér að neðan.