Minnum á hádegiskynningu á morgun 8. mars frá kl.12-13 þar sem kynntar verða fyrstu niðurstöður rannsóknar um félagsleg áhrif ferðaþjónustu á Suðurlandi. Meginmarkmið verkefnisins var að „afla upplýsinga um viðhorf íbúa á Suðurlandi gagnvart ferðaþjónustu og greina þannig þolmörk íbúa gagnvart ferðamönnum og ferðaþjónustu út frá hinum ýmsum þáttum í innviðum samfélagsins“. Á grundvelli þessara upplýsinga skyldi mat lagt á stöðu mála innan landshlutans og þannig m.a. undirbyggja ákvarðanatöku um aðgerðir sem nauðsynlegar gætu verið til þess að takast á við neikvæð áhrif af hröðum vexti ferðaþjónustunnar.
Hægt er að horfa á fundinn beint með því að smella hér á Facebook-síðu Ferðamálastofu.
Ekkert skráningargjald. Boðið er upp á léttan hádegisverð og er fólk beðið að skrá þátttöku hér.
Fyrirlestrarnir eru haldnir af Ferðamálastofu í samvinnu við Íslenska ferðaklasann, í húsnæði hans að Fiskislóð 10 í Reykjavík.