Rannsókna- og ráðgjafastofnun hafs og vatna.
Útibú Hafrannsóknastofnunar í Vestmannaeyjum hóf starfsemi 1. október 1986. Fyrstu átta árin hafði útibúið aðsetur í Vinnslustöðinni h/f en í október 1994 fluttist starfsemin í húsnæði Rannsóknasetursins í Vestmannaeyjum að Strandvegi 50. Í janúar 2018 flutti svo útibúið í nýtt húsnæði Þekkingarseturs Vestmannaeyja að Ægisgötu 2. Útibúið er tengiliður Hafrannsóknastofnunarinnar við sjávarútveginn í Vestmannaeyjum. Gagnasöfnun úr lönduðum afla er stór þáttur í starfseminni, einnig annast útibúið ýmsa upplýsingaöflun varðandi veiðar við Suðurströndina.
Frá útibúinu hafa verið stundaðar ýmsar rannsóknir á svæðum kringum Vestmannaeyjar og við Suðurströndina auk smærri verkefna t.d. vegna fiskmerkinga, blaðgrænumælinga með sjálfvirkum búnaði í Herjólfi auk söfnunar þangs og kræklings vegna mengunarmælinga.
Starfsmenn í vestmannaeyjum eru tveir:
- Valur Bogason, starfsstöðvarstjóri, sími: 8616481, netfang: valur.bogason@hafogvatn.is
- Freyr Arnaldsson, rannsóknarmaður, sími: 5752321, netfang: freyr.arnaldsson@hafogvatn.is
Valur Bogason Starfsstöðvarstjóri sími: 8616481 netfang: valur.bogason@hafogvatn.is |