Allt frá árinu 2008 hefur Þekkingarsetrið tekið þátt í rannsóknum á háyrningum á hafsvæðinu við Vestmannaeyjar. Verkefnið heitir The Icelandic Orcas research project og höfum við fjallað áður um verkefnið í fréttaskoti á síðunni. Búið er að setja saman stutt myndband sem lýsir að hluta til í myndum hvernig þessar rannsóknir fara fram. Hægt er að fræðast ennfrekar um verkefnið á facebooksíðu verkefnisins.
Myndböndin eru tekin upp um borð í rannsóknabátnum á árunum 2008 til 2013. Upptökur og klippingu annaðist Páll Marvin Jónsson.