Þann 5. október kemur til Eyja hópur af háskólanemum úr Líf- og Umhverfisvísindadeild. Um er að ræða námsferð þar sem nemendur vinna að hinum ýmsu verkefnum í 3-5 manna hópum. Búast má við því að heimamenn verði vel varir við nemana, enda verða þeir á ferð og flugi um Eyjuna við gagnasöfnun og úrvinnslu verkefna. Alls eru nemendurnir um 40 talsins. Umsjón með nemendunum hafa Anna Karlsdóttir og Bjarni Reynisson.