Í dag koma til Vestmannaeyja nemendur í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri. Munu þeir dvelja í Eyjum fram föstudag. Tilgangur ferðarinnar er að kynnast sjávarútvegnum í Eyjum og rannsóknum og fræðastarfi í Setrinu. Áætlað er að nýta tíman vel og heimsækja allar helstu fiskvinnslurnar í Eyjum ásamt því að ræða við útgerðir og frammámenn í atvinnulífinu.