Huginn VE er farinn til Póllands en þar mun skipið gangast undir endurbætur í skipasmíðastöðinni Alkor í Gdansk. Skipið verður lengt um 7,2 metra og lestarrýmið stækkað um 600 rúmmetra, auk þess sem fyrirhugað er að sandblása allt skipið. Eru verklok áætluð um miðjan ágúst. Huginn VE 55 var smíðaður árið 2001 í Chile, en um er að ræða vinnslu- og fjölveiðiskip sem fiskar bæði í nót og flottroll. Skrifstofa Huginsútgerðarinnar er staðsett í húsnæði Þekkingarseturs Vestmannaeyja að Ægisgötu 2.