Þessar vikurnar eru humarlirfur að klekjast úr eggjum í Sæheimum. Humar sem veiddist í gildrur í haust hefur verið í umhirðu í Sæheimum í þeim tilgangi að fylgjast með klaki. Tvö kvendýr voru með egg og hafa eggin verið að þroskast og dafna límd við halafætur kvendýrsins. Nú er svo komið að eggin eru að klekjast og náðum við nokkrum myndum af eggi og lirfu.
|
Á fyrstu tveimur myndunum má sjá egg á þroskastigi V eða á loka stigi. Þegar ungviðið í egginu er kominn á þetta stig kallast það ,,prezoe“ eða frumlirfa og er við að að klekjast úr egginu. Það litla sem eftir er af forðanæringu (grænt) sést greinilega í gegnum eggjaskurnið.
|
Mynd 3 sýnir ungviðið brjótast út úr egginu. Eggjaskurnið umlyggur ennþá höfuð ungviðisins.
|
Mynd 4 sýnir fyrsta lirfustig ,,zoea I“. Humarlirfur ganga í gegnum fjögur mismunandi þroskaferla sem einkennast af myndun sundlima (svimmerets) undir bol lirfunar og síðan sundblaðka (uropods) undir hala.
Fyrstu þrjú stigin eru ljóssækin en fjórðastigið er ljósfælið en þá leyta lirfurnar niður á botninn og verða botnlæg. Rannsóknir hafa sýnt að eftir það ferðast humarinn lítið og heldur sig innan við 100 metra fjarlægð frá staðnum sem hann fyrst settist á botninn.
|
Mynd 5 sýnir samsett auga lirfunnar, fullþroskað strax á þessum fyrstu stigum.
|
Ljósmyndir: Hether Philp
|