Erindi – 24. maí 2018
Þekkingarsetur Vestmannaeyja stendur fyrir fundarröð um ferðaþjónustu, síðasti fundur snéri m.a. um mögulega samstarfsfleti milli ferðaþjónustuaðila í Vestmannaeyjum og Kötlu Jarðvangs og ferðaþjónustunnar í Rangárþingi Eystra. Á fundinum voru tvö erindi flutt af fulltrúum Jarðvangsins og Rangárþingi Eystra en það voru þau Hörður Bjarni Harðarson frá Jarðvanginum og Árný Lára sem er Markaðs- og kynningarfulltrúi í Rangárþingi Eystra.
Fín mæting var á fundinn og eftir erindin fóru fulltrúar ferðaþjónustunnar og fulltrúar frá jarðvanginum yfir mögulega samstarfsfleti ferðþjónustunnar á þessum svæðum. Hér að neðan má nálgast glærur á pdf formi og skoða myndbandsupptökur frá erindunum.
Hörður Bjarni Harðarson, Kötlu Jarðvangi
Árný Lára Karvelsdóttir, Rangárþingi eystra
Glærur á pdf formi: