Opinn fundur, fimtudaginn 24. maí 2018
Allir velkomnir, á meðan húsrúm leyfir
Tími: Fundurinn stendur yfir frá kl. 12:00 til 13:00.
Staðsetning: Þekkingarsetrinu að Ægisgötu 2 á annarri hæð, gengið inn vestan meginn.
Þekkingarsetur Vestmannaeyja stendur fyrir fundarröð um ferðaþjónustu. Næsti fundur mun m.a. taka á mögulegum samstarfsfleti milli ferðaþjónustuaðila í Vestmannaeyjum og ferðþjónustunni sem starfar innan Kötlu Jarðvangssins.
Á heimasíðu jarðvangsins kemur eftirfarandi fram:
,,Katla UNESCO Global Geopark afmarkast af Eystri Rangá að Núpsvötnum í suðri og að Bárðabungu í norðri. Þau þrjú sveitafélög sem mynda jarðvanginn líta á svæðið sem eina heild og leitast við að gestir nái að upplifa söguna, samtímann og hefðbundna menningu á meðan þeir fræðast um jarðfræði svæðisins, smakka staðbundnar krásir og njóta lista og handverks staðarins.“
Ljóst er að ýmis tækifæri felast í auknu samstarfi ferðaþjónustuaðila þessara beggja svæða.
Frummælendur á fundinum verða þau Árný Lára Karvelsdóttir, Berglind Sigmundsdóttir og Hörður Bjarni Harðarson. Árný Lára er Markaðs- og kynningarfulltrúi í Rangárþingi Eystra og Berglind og Hörður Bjarni starfa hjá Kötlu Jarðvangi.
Boðið verður upp á súpu á meðan að á fundinum stendur og því biðjum við áhugasama um að tilkynna þátttöku á netfangið bryndis@setur.is