Kópurinn Golli kom með flugi til Vestmannaeyja sl. miðvikudag. Það var flugfélagið Ernir sem flaug með hann til Eyja endurgjaldslaust. Kópurinn fannst í Breiðdalsvík ósjálfbjarga og illa á sig kominn. Njáll Torfason fann kópinn og hafði samband við starfsmenn Sæheima í Vestmannaeyjum.
Georg Skæringsson hefur annast Golla eftir að hann kom til Eyja og má sjá viðtal við Georg á fréttavefnum visir.is þar sem hann fjallar um stöðu mála hjá Golla.