Mánudaginn 17. september milli klukkan 12 og 13 munu fulltrúar frá Svarið ehf. vera með kynningu fyrir áhugasama á áformum þeirra um að byggja upp þjónustumiðstöð fyrir Vestmannaeyjar við þjóðveg nr. 1. Þetta er hugmynd sem hefur verið rædd all nokkuð á meðal ferðaþjónustuaðila í Vestmannaeyjum og verður því fróðlegt að sjá og heyra um markmið og stöðu verkefnisins. Að lokinni kynningu verða umræður og gefst þá fundarmönnum tækifæri á að bera fram fyrirspurnir.
Fundurinn er fyrst og fremst hugsaður fyrir ferðaþjónustuna og bæjarfulltrúa en aðrir hagaðilar eru velkomnir.
Staðsetning: Þekkingarsetur Vestmannaeyja, Ægisgötu 2, 2. hæð.
Tímasetning: Milli kl. 12 og 13.
Boðið verður upp á léttan hádegisverð í byrjun fundar.
Vinsamlegast skráið ykkur á fundinn með því að senda netpóst á bryndis@setur.is