Þekkingarsetur Vestmannaeyja verður með opinn kynningafund um ferðamál mánudaginn 19. mars kl. 14:00 – 15:00 í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Þar mun Markaðsstofa Suðurlands kynna helstu áherslur og verkefni Markaðsstofunnar fyrir aðilum í ferðaþjónustu í Eyjum, en Vestmannaeyjar hafa nú gert samstarfssamning við Markaðsstofuna um m.a. markaðssetningu og kynningu á áfangastaðnum/sveitarfélaginu fyrir ferðamönnum.
Markaðsstofan sinnir einnig ráðgjöf á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar í samstarfi við SASS – Samtök sunnlenskra sveitarfélaga. Því geta öll fyrirtæki á svæðinu fengið ráðgjöf Markaðsstofunnar í ferða- og/eða markaðsmálum, sér að kostnaðarlausu.
Fulltrúi MSS með verður með viðveru og ráðgjöf í Vestmannaeyjum frá kl. 9:00 – 13:00 þennan sama dag. Aðildarfyrirtæki Markaðsstofunnar sem og aðrir eru hvattir til að nýta sér mögulega viðtalstíma.
Frekari upplýsingar og tímabókanir hjá Dagný H. Jóhannsdóttur í síma 560-2044 eða hjá dagny@south.is