Erindi – 15. apríl 2019
Örn Pálsson – framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda með áhugavert erindi. Auka hefði mátt veiðar á þorski um 141 þús. tonn á s.l. 8 árum.
Mánudaginn 15. apríl 2019 hélt Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda (LS) áhugavert erindi í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Rétt tæplega 20 manns mættu í Setrið til að hlýða á Örn. Megin þorri gesta voru smábátasjómenn úr Eyjum.
Örn kom víða við í erindi sínu. Hann fjallaði almennt um það starf sem fer fram innan LS og það umhverfi sem félagið starfar í. Auk þess fjallaði Örn um: grásleppuveiðar, hrygningarstopp á þorski, veiðigjald, strandveiðar, línuívilnun, veiðar á makríl og flutning veiðiheimilda á milli aflamarkskerfa.
Aukning á aflamarki í þorski er Erni mjög hugleikið og færði hann rök fyrir því að óhætt sé að auka aflamark umtalsvert í þorski. Að mati Arnar hefur of lítið verið veitt af þorski m.v. núverandi aflareglu og því er innistæða fyrir því að auka veiðar umtalsvert. Örn kemst að þeirri niðurstöðu að á 8 ára tímabili frá árinu 2011 – 2018 hefði verið hægt að veiða 141 þús. tonn af þorski umfram leyfðar veiðar. Örn sagðist hafa stuðst við gögn Hafrannsóknarstofnunar og taldi ýmis skýr merki þess að stofninn væri vannýttur.
Örn eyddi einnig nokkrum tíma í umræðu um stærð þorskárganga og nýliðun, auk þess sem hann svaraði nokkrum spurningum í lok erindisins frá gestum.
Í framhaldi af erindi Arnar átti Farsæl, félag smábátaeigandi í Vestmannaeyjum fund með Erni þar sem farið yfir fyrirkomulag strandveiða, sem hefjast 1. maí n.k.
Erindið er hluti af mánaðarlegum erindum um sjávarútveg sem Þekkingarsetur Vestmannaeyja heldur fyrir aðila í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum.
Þekkingarsetrið þakkar Erni fyrir áhugavert erindi.
Upptöku af erindinu er hægt að sjá hér að neðan auk þess sem glærur eru aðgengilegar í tengli hér að neðan.
Næsta sjávarútvegserindi er fyrirhugað í maí