Erindi – 19. september 2019
Hallgrímur Steinsson – framkvæmdastjóri Löngu ehf. með áhugavert erindi um fyrirtækið, framleiðslun og markaðina.
Í dag, fimtudaginn 19. september hélt Hallgrímur Steinsson, framkvæmdastjóri Löngu ehf. mjög svo áhugavert erindi í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Góð mæting var á fundinn en tæplega 40 manns mættu í Setrið til að hlýða á Hallgrím.
Í erindi Hallgríms fjallaði hann um uppbyggingu fyrirtækisins frá árinu 2010 til dagsins í dag. Erindið var bæði fræðandi og upplýsandi um stöðu fiskþurrkunar og þær áskoranir sem fyrirtækið er takast á við í framleiðslunni og ekki síður í markaðsmálunum. Góðar og málefnalegar umræður voru síðan eftir að erindi Hallgríms lauk.
Upptöku af erindinu er hægt að sjá hér að neðan auk þess sem glærur eru aðgengilegar í tengli hér að neðan. Næsta sjávarútvegserindi er fyrirhugað í október.