Hjá Umhverfisstofnun er laust til umsóknar starf sérfræðings um friðlandið Surtsey á sviði náttúru, hafs og vatns. Í boði er krefjandi starf í frjóu umhverfi sérfræðinga þar sem áhersla er lögð á framsýni, samstarf og árangur í þverfaglegri teymisvinnu.
Helstu verkefni og ábyrgð
– Umsjón með friðlandinu og heimsminjastaðnum Surtsey.
– Gerð áhrifamats fyrir athafnir innan friðlýstra svæða í umsjón viðkomandi
– Gerð verndaráætlana fyrir friðlýst svæði í umsjón viðkomandi
– Umsjón með sýningu um Surtsey í Eldheimum
– Umsjón og skipulag landvörslu á tilteknum friðlýstum svæðum á Suðurlandi
Hæfnikröfur
Gerð er krafa um háskólapróf sem nýtist í starfi, s.s. í jarðfræði, náttúrulandfræði, líffræði eða umhverfis- og auðlindafræði. Framhaldsmenntun er kostur.
Að öðru leyti verða eftirfarandi kröfur um þekkingu, reynslu og hæfni hafðar til viðmiðunar við val á starfsmanni:
– Þekking á umhverfismálum og náttúruvernd
– Þekking á opinberri stjórnsýslu og almennum rekstri
– Reynsla af störfum landvarða og/eða landvarðarréttindi
– Reynsla af miðlun upplýsinga og fræðslu til mismunandi hópa
– Þekking á friðlandinu
– Kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli
– Samstarfshæfni og sveigjanleiki í samskipum
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið. Æskilegt er að sérfræðingurinn geti hafið störf sem fyrst. Starfsaðstaða hans er í Vestmannaeyjum og skal hann vera búsettur þar. Gert er ráð fyrir að gagnkvæmur reynslutími sé sex mánuðir við ráðningu.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 08.10.2018
Nánari upplýsingar veitir
Ólafur Arnar Jónsson – olafurj@umhverfisstofnun.is – 5912000
Hákon Ásgeirsson – hakon.asgeirsson@umhverfisstofnun.is – 5912000
Ust Svið náttúru Náttúruteymi
Suðurlandsbraut 24
108 Reykjavík