Á þessu grafi má sjá fjölda pysja á dag , sem skráðar hafa verið inn í pysjueftirlitið á lundi.is. Einnig sýnir það meðalþyngd pysjanna hvern dag. Þar er líka lína sem sýnir meðalþyngd pysja öll árin sem pysjueftirlitið hefur verið starfrækt, eða árin 2003 – 2023 og sést þá vel hvað pysjurnar í ár eru þyngri en flest undanfarin ár.
Það er ekki að marka það að 14. ágúst hafi færri pysjur en dagarnir á undan. Það á bara eftir að skrá þær inn. Fjöldinn er enn á uppleið. Nú hafa 1963 pysjur verið skráðar.
Það var hann Rodrigo Martinez Catalan, sem var áður hjá Náttúrustofu Suðurlands, sem gerði þetta graf fyrir okkur.