Næsti umsóknarfrestur fyrir áhugasama umsækjendur um verkefnastyrk Nordplus er 3. febrúar 2025 og því verður haldinn kynningarfundur á Teams þann 26. nóvember 2024 kl. 13:00-14:00.
Næsti umsóknarfrestur um verkefnastyrk er 3. febrúar 2025. Nánar um frestinn.
Viðburðurinn er opinn fyrir öll en við biðjum ykkur um að skrá ykkur.
Nordplus er stærsta menntaáætlun Norðurlandanna og inniheldur fimm undiráætlanir á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, fullorðinsfræðslu, á háskólastigi, á sviði tungumála Norðurlandanna og svo áætlun sem vinnur þvert á skólastig.
Á fundinum verða kynnt öll þau tækifæri sem Nordplus býður upp á. Ef þið hafið í huga að sækja um styrk eða viljið heyra meira um umsóknarferlið fyrir verkefni þá er tilvalið að taka þátt og spyrja allra þeirra spurninga sem þið hafið. Starfsfólk Nordplus verður á staðnum, segir frá umsóknarferlinu og gefur góð ráð varðandi verkefnin.
Nánari upplýsingar veitir Eydís Inga Valsdóttir, umsjónarmaður Nordplus Norrænu tungumálaáætlunarinnar, nordplus@rannis.is
Meira um Nordplus: