Nú köllum við eftir rödd íbúa við uppfærslu Sóknaráætlunar Suðurlands fyrir tímabilið 2025-2029. Sóknaráætlun er stefnumörkun sveitarfélaganna fimmtán á Suðurlandi í byggðamálum. SASS hefur umsjón með gerð áætlunarinnar en hún er fyrst og fremst sameiginleg byggðastefna okkar allra, sveitarfélaganna og íbúanna. Tekur hún til allra þátta er kemur að sjálfbærri byggðaþróun; umhverfismála, atvinnu og nýsköpunar og samfélags- og menningarmála. Áætlunin hefur hingað til og mun áfram hafa áhrif á áherslur og markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands og hvaða áhersluverkefni eru unnin hér á Suðurlandi.
Í haust var unnin virkilega flott vinna á vegum SASS þar sem íbúar eru hvattir til að hafa skoðun á málaflokkunum þremur og hafa þannig áhrif á mótun stefnunnar. Virkilega vönduð vinna sem við fengum Sahara með okkur í lið við að framkvæma og getum við verið stolt af og deilum endilega sem víðast. Kannanirnar þrjár byggja á niðurstöðum vinnufundar um Sóknaráætlun sem fram fór á aukaaðalfundi SASS í Vestmannaeyjum vorið 2024.
Við hvetjum alla til að taka þátt í þessari könnun
Hlekkurinn á kannanirnar er: https://www.sokn.sass.is