Opinn fundur – 27. mars 2019
Loðnubrestur – Áhrif, afleiðingar og aðgerðir
Í gær var haldinn fundur í Þekkingarsetri Vestmannaeyja sem bar yfirskriftina: Loðnubrestur, áhrif, afleiðingar og aðgerðir. Fundurinn var haldinn af Þekkingarsetri Vestmannaeyja, Vestmannaeyjabæ, SASS og Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja.
Um 50 manns mættu á fundinn. Fjöldi fólks horfði einnig á fundinn í beinni útsendingu á internetinu.
Þrír framsögumenn voru: Hrafn Sævaldsson, Nýsköpunar- og þróunarstjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja; Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og Sindri Viðarsson, formaður Útvegsbændafélags Vestmannaeyja.
Þingmenn Suðurlands voru sérstaklega hvattir til að mæta á fundinn. Fjórir þingmenn komu til Eyja til að taka þátt í fundinum þeir: Ásmunur Friðriksson, Karl Gauti Hjaltason, Páll Magnússon og Vilhjálmur Árnason. Fyrir fundinn funduðu þeir með forsvarsmönnum uppsjávarfyrirtækjanna um loðnubrestinn.
Vestmannaeyjabær tilkynnti á fundinum að bærinn myndi láta vinna greiningu á stöðunni og láta jafnframt meta samfélagsáhrif sem loðnubresturinn í ár er að hafa á samfélagið í Eyjum í heild sinni.
Upptaka frá fundinum sem birtist á Youtube rás Eyjafrétta
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar
Hrafn Sævaldsson, nýsköpunar- og þróunarstjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja
Sindri Viðarsson, formaður Útvegsbændafélags Vestmannaeyja