Í síðustu viku var Viska fræðslu og símenntunarmiðstöð með gesti frá Grænlandi, Finnlandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Viska hefur verið þátttakandi í Nordplus verkefni síðustu tvö ár með fræðslumiðstöðvum frá þessum löndum og var þetta síðasti fundurinn í þessu verkefni. Verkefnið fjallaði um það hvernig nálgast má nemendur með námörðugleika, lesblindu eða athyglisbrest og hvernig best er að styðja við þá í námi. Einnig var markmiðið með verkefninu að safna saman námsefni á aðgengilegum stað á netinu fyrir kennara til að nýta sér í kennslu. Á fundinum í Vestmannaeyjum stóð til að bjóða starfsfólki fræðslumiðstöðva víðsvegar á Norðurlöndum að taka þátt í umræðum með aðstoð Webinar hugbúnaðar. Af óviðráðanlegum orsökum hefur veffundinum verið frestað til 19. júní . Einnig var ákveðið að prófa á eigin skinni hvaða áhrif mismunandi skipulag í skólastofunni hefur á nemendur, hafandi í huga þær ólíku þarfir sem fólk hefur í námi.
Hvað myndi henta þér?