Þegar Þekkingarsetrið flutti á Ægisgötuna þá fengum við nýja samstarfsaðila til okkar sem eru útgerðarskrifstofa Hugins VE 55 og KPMG.
Huginsútgerðin var stofnuð árið 1959. Útgerðin á og rekur Huginn Ve 55 sem var smíðaður í Chile árið 2001 og er fjórða skipið í eigu félagsins. Huginsútgerðin hefur átt mjög farsælan feril í öll þau ár sem hún hefur starfað og hefur skapað sér stóran sess í útgerðarsögu Vestmannaeyja. Huginn er fjölveiðiskip sem fiskar bæði í nót og flottroll. Skipið veiðir einungis uppsjávarfisk. Páll Þór Guðmundsson er framkvæmdarstjóri Hugins en bræður hans þeir Guðmundur Huginn og Gylfi Viðar standa síðan vaktina í brúnni á Huginn VE 55.
KPMG er leiðandi þekkingarfyrirtæki sem veitir þjónustu á ýmsum sviðum. Skrifstofan í Vestmannaeyjum sinnir meðal annars endurskoðun, gerð ársreikninga, bókhaldi og launavinnslu fyrir fyrirtæki stór sem smá. Ásamt því að sjá um gerð skattframtala fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Helgi Nielsson leiðir skrifstofu KPMG í Vestmannaeyjum en auk hans eru það sérfræðingarnir Guðbjörg Erla Ríkharðsdóttir, Jóna Gréta Grétarsdóttir og Sara Jóhannsdóttir sem standa vaktina í Eyjum.
Þeir samstarfsaðilar sem voru með okkur að Strandveginum og fluttu með okkur á Ægisgötuna eru: Mannvit, Umvhverfisstofnun, Matís ohf, Hafrannsóknarstofnun, Náttúrustofa Suðurlands, Rannsóknarþjónusta Vestmanneyja, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, Háskólinn í Reykjavík og Viska fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja.