Fab Lab kennslan hafin á ný
Í Fab Lab smiðjunni eru nemendur þjálfaðir í færni sem nauðsynleg er á 21.öldinni, tæknilæsi og samvinnu. Nemendur eru þjálfaðir upp í mismunandi hönnunarforritum og læra að forrita örtölvur sem tengdar eru mismunandi skynjurum og jaðarbúnaði. Þá læra nemendur notkun á stafrænum framleiðslutólum, tölvustýrðum tækjum eins og laserskera, vinylskera og fræsivélum.
Þetta haustið verða gerðar tilraunir með kennslu í forritun örtölva með tækni frá MIT háskólanum og mun fleiri aðilum. Notast verður við PicoCricket, Scratch og Arduino ásamt forritunarumhverfum frá Atmel til forritunar á AVR örgjörvum. Auk kennslunnar fyrir grunn-og framhaldsskóla verða í boði námskeið í Fab Lab smiðjunni fyrir almenning og sérfræðinga.
Smiðjan er ekki einungis notuð til fræðslu og menntunar í stafrænni framleiðslutækni heldur er smiðjan einnig notuð markvisst til hraðrar frumgerðarsmíði af fyrirtækjum, frumkvöðlum og listafólki og hefur smiðjan nýst til þess að koma vörum fyrr á markað. Auk Fab Lab smiðjunnar í Vestmannaeyjum eru Fab Lab smiðjur einnig á Sauðarkróki og á Akranesi ásamt um 100 öðrum stöðum víðs vegar um heiminn.