Við hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja viljum vekja athygli námsmanna á því að á vefnum rannis.is er nú auglýst eftir umsóknum í Nýsköpunarsjóð námsmanna. Þekkingarsetrið veitir nemendum sem vinna að rannsóknarverkefnum er tengjast Vestmannaeyjum á einn eða annan hátt aðgang að vinnuaðstöðu og leiðsögn eins og kostur er og ef þess er óskað kynnt nemendur fyrir atvinnulífinu í Eyjum. Hvetjum við nemendur sem hafa áhuga á að vinna við fag sitt í sumar í Vestmannaeyjum að hafa samband við undirritaða.
Páll Marvin Jónsson: pmj@setur.is
Hrafn Sævaldsson: hrafn@setur.is
Auglýsing RANNÍS:
Styrkir verða veittir til rannsóknar- og þróunarverkefna sem líkleg þykja til að stuðla að nýsköpun og auknum tengslum háskóla, stofnana og fyrirtækja.
Umsóknir um styrki eru metnar með hliðsjón af möguleikum til hagnýtingar í atvinnulífi og nýnæmi fyrir þekkingu í viðkomandi fræðigrein.
Verkefnin skulu leyst af hendi með sjálfstæðri og faglegri vinnu námsmanns undir leiðsögn ábyrgðarmanna.
Styrkir eru ekki veittir til lokaverkefna námsmanna.
Úthlutun mun liggja fyrir í byrjun mars 2020.
Hverjir geta sótt um?
- Háskólanemar í grunn- og meistaranámi við íslenska háskóla.
- Sérfræðingar innan fyrirtækja, stofnana og háskóla sem óska eftir að ráða háskólanema í sumarvinnu við rannsóknir.
Sótt er um í gegnum rafrænt umsóknarkerfi Rannís.
Nánari upplýsingar, reglur og leiðbeiningar er að finna á síðu Nýsköpunarsjóðs námsmanna.
Einnig er hægt að senda fyrirspurn á nsn@rannis.is