Við viljum vekja athygli á að opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands.
Umsóknir skulu berast fyrir kl. 16.00 þann 8. október 2019
Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar og menningar á Suðurlandi.
Hrafn Sævaldsson, nýsköpunar- og þróunarstjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja er tengiliður SASS í Vestmannaeyjum og getur aðstoðað áhugasama aðila við gerð umsókna og getur veitt upplýsingar um sjóðinn.
Hægt er að hafa samband við Hrafn í síma 8612961 & hrafn@setur.is
Sjá nánar með að smella hér