Orð eru álög, námskeið með Siggu Klingenberg
Opið erindi í Alþýðuhúsinu föstudaginn 4.nóv kl 12-13 – heit súpa og skemmtilegt erindi.
Fyrirlestur með Siggu Kling sem er byggður á bókinni Orð eru álög.
Bókin vekur fólk til umhugsunar um líf sitt hvernig er hægt að ná betri tökum á því og vera hamingjusamari.
Til dæmis kennir hún fólki að lokka ævintýrin inn í líf sitt, elska sjálft sig, bera virðingu fyrir öðrum, læra að túlka drauma sína og láta drauma sína rætast, tengja sig betur við sálina og vera meðvitaðri um styrkleika sína.