Nú næstu daga eigum við von á að fyrstu lundapysjurnar finnist í bænum. Eins og áður biðjum við ykkur endilega að koma með pysjurnar til okkar í vigtun og mælingu.
Að þessu sinni verður pysjueftirlitið staðsett í nýjum húsakynnum Sea Life Trust og gengið inn að austanverðu. Við munum auglýsa nánar um opnunartíma og annað þegar fjör færist í leikinn og pysjunum fjölgar. Til að byrja með verður tekið á móti þeim í afgreiðslunni .
Í fyrra kom mesti fjöldi pysja frá upphafi pysjueftirlitsins, eða um 5.600 pysjur. Núna eigum við von á enn fleiri pysjum og því um að gera að byrja að safna pappakössum og gera klárt.
Puffling Patrol.
We are expecting pufflings to start leaving their burrows any day now here in Vestmannaeyjar !
Once we begin getting reports of found pufflings, we will open the puffling patrol check-in area on the east side of the Visitor Center.
If you find any lost pufflings, please bring them to the east side door of the visitor centre, where we will check them and provide care before they are released. There is a sign for the puffling check-in , and we will post again with the opening days and hours.