Fyrstu pysjurnar eru farnar að skila sér á fiskasafnið. Mikilvægt er að að virkja bæjarbúa til að taka þátt í skráningu á pysjunum.
Vægast sagt hefur verið lítið að gera hjá pysjueftirlitinu undanfarin ár en nú er útlit fyrir að pysjurnar fari að láta sjá sig að nýju. Á heimasíðu Sæheima (www.saeheimar.is) kom fyrsta pysja sumarsins í skráningu, föstudaginn 24. ágúst. Pysjan vóg 242 grömm og vænglengdin var 147 mm.
Er það von okkar að við getum fengið sem flestar pysjur í skráningu til að hægt sé að fylgjast með ástandi þeirra.
Hér er hægt að nálgast skráningarblað á PDF formi en einnig eru skráningarblöð í Sparisjóðnum, Skýlinu og Kletti.
Best er að koma með pysjurnar á opnunartíma safnsins milli kl. 11:00 og 17:00 að Heiðarvegi 12.