Stjórn Rannsóknarnámssjóðs auglýsir almenna styrki úr sjóðnum 2011. Hlutverk sjóðsins er að veita styrki til rannsóknatengds framhaldsnáms sem stundað er við háskóla eða á ábyrgð hans í samvinnu við rannsóknastofnanir eða fyrirtæki.
Doktorsnemar geta sótt um styrk til allt að þriggja ára en meistaranemar geta sótt um styrk til vinnu að meistaraverkefni í allt að fjóra mánuði. Við mat á umsóknum er vísindalegt gildi rannsóknaverkefnisins lagt til grundvallar. Að auki er horft til árangurs umsækjanda í námi og rannsóknum, sem og virkni leiðbeinanda.
Við úthlutun 2011 miðast fjárhæð styrkja til doktorsnema við 280 þús. kr. á mánuði og fjárhæð styrkja til meistaranema við 220 þús. kr. á mánuði.
Umsóknir eru rafrænar og skal að sækja um á www.rannis.is fyrir kl. 16:00, 15. mars nk. Þar er jafnframt að finna reglur og leiðbeiningar varðandi sjóðinn. Nánari upplýsingar veitir Guðný Hallgrímsdóttir, gudny@rannis.is , sími 515 5818.
Auk almennra styrkja veitir Rannsóknarnámssjóður FSstyrki í samvinnu við fyrirtæki og stofnanir. Miðað er við þrjá umsóknarfresti á ári fyrir FS-styrki: 15. mars (kl. 16:00), 15. ágúst (kl. 16:00) og 15. nóvember (kl. 16:00). Sjá nánari upplýsingar um FS-styrki á heimasíðu Rannís.
Umsóknarfrestur er til 15. mars 2011