Þekkingarsetur Vestmannaeyja- ÞSV leitar eftir öflugum og hugmyndaríkum starfmanni í stöðu safnstjóra Sagnheima, byggðarsafns. Helstu verkefni safnstjóra eru að annast rekstur Sagnheima byggðasafns, vinna að uppsetningu sýninga og varðveislu safngripa. Safnstjóri mun jafnframt vinna að ýmsum sameiginlegum verkefnum er einkum tengjast starfsemi Sagnheima, Safnahússins og ÞSV. Um er að ræða fullt starf og þarf viðkomandi að geta unnið utan hefðbundins vinnutíma í tengslum við viðburði sem eru utan opnunartíma safnsins.
Verkefni safnstjóra eru m.a.
- Miðlun, fræðsla, rannsóknir, söfnun, skráning, og varðveisla menningararfs sagna og muna
- Umsjón með safngripum
- Móttaka og afgreiðsla gesta
- Innkaup og uppgjör á aðgangseyri og söluvöru
- Gerð og framkvæmd safnastefnu
- Þróun og uppsetning safnsins
- Umsjón með sumarstarfsmönnum og afleysingafólki
- Þátttaka í sameiginlegum verkefnum
- Markaðssetning og kynning á safninu
Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi sem nýtist í starfi og búa yfir góðri tölvu- og tungumálakunnáttu. Mikilvægt er að umsækjendur búi yfir reynslu eða þekkingu á sviði reksturs og safnamála, hafi til að bera frumkvæði, jákvæðni, lipurð í mannlegum samskiptum og hæfileika til að miðla þekkingu.
Þekkingarsetur Vestmannaeyjabæjar hvetur jafnt konur sem karla til að sækja um starfið
Laun eru samkvæmt kjarasamningi hlutaðeigandi stéttarfélags og launanefndar sveitafélaga. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf eigi síðar en í maí 2019. Nánari upplýsingar um starfið veitir Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri í síma 694-1006. Umsóknum ásamt menntunar- og starfsferilskrá skal skila á tölvutæku formi á netfangið pmj@setur.is eða í umslagi til Þekkingarseturs Vestmannaeyja, Ægisgötu 2 , merkt: Starf safnstjóra. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Umsóknarfrestur um starfið er til 10. apríl 2019.