Vönduð Dagskrá í Sagnheimum
Mánudaginn 13. mars, milli kl. 12 og 23.
Dagskrá:
Sólveig Rós fræðslufulltrúi Samtakanna ´78:
Litbrigði regnbogans: Mikilvægi fjölbreytileika í samfélaginu
Hvernig tökum við þátt í að skapa samfélagið og viðhalda normum um hvernig við eigum að líta út og haga okkur? Hverjum hyglir þetta kerfi og hver eru olnbogabörnin?
Að loknu erindi opnar Sólveig Rós í Einarsstofu farandsýningu Þjóðminjasafns Íslands:
Ég fæ ekki af mér að flýja af hólmi.
Þar tjá 13 einstaklingar á ýmsum aldri og úr ýmsum áttum skoðanir sínar og tilfinningar.
Öll hafa hafa þau komið við sögu hinsegin fólks með einum eða öðrum hætti.
Allir hjartanlega velkomnir!
Sagnheimar, byggðasafn