Opið hádegiserindi í Sagnheimum byggðarsafni, föstudaginn 14. október kl. 12:10
í boði Þekkingarseturs Vestmannaeyja. Allir áhugasamir um safnastarfið í Eyjum eru hvattir til að mæta.
Helga Hallbergsdóttir, safnstjóri verður með stutta framsögu og eru efnistökin eftirfarandi:
- Starfið framundan í Sagnheimum.
- Hvernig gerum við Sagnheima að lifandi safni?
- Hvað eru önnur söfn að gera?
- Umræður gesta.
Súpa í boði fyrir þá sem fyrstir koma, allir velkomnir.
Sagnheimar byggðarsafn