Næstkomandi fimmtudag, 14. janúar kl. 12:00, munu aðilar sem starfa að sjávarútvegsmálum innan Þekkingarseturs Vestmannaeyja (ÞSV) boða til fundar í ÞSV 3. hæð í fundarsal. Boðið verður upp á létt snarl í hádeginu. Gert er ráð fyrir að fundi verði lokið kl. 13:00.
Á fundinum vilja starfsmenn ÞSV ræða möguleika á styrkjum í sjávarútvegi, en nú er m.a. verið að auglýsa eftir styrksumsóknum frá AVS sjóðnum. Á fundinum verður rætt mögulegt samstarf um rannsóknarverkefni, verkefnishugmyndir o.fl. Farið verður yfir hvernig einstakir aðilar innan ÞSV geta komið að verkefnum tengdum sjávarútvegi.
Á fundinum verður einnig rætt hvernig best er að standa að þessum málum í framtíðinni. Mikilvægt er að allir þeir aðilar sem vinna að sjávarútvegsmálum í Eyjum séu upplýstir um þá möguleika sem eru í boði í rannsóknar- og þróunarstarfi í sjávarútvegi. Margoft hefur það sýnt sig að öflugt samstarf og gott upplýsingaflæði er lykill að góðum árangri.
Fundurinn er öllum opin sem áhuga hafa á að taka þátt í verkefnum í sjávarútvegi, hvort heldur sem tengjast grunn- eða hagnýtum rannsóknum. Mikilvægt er að sem flestir aðilar sem vinna við sjávarútveg í Vestmannaeyjum eigi fulltrúa á fundinum. Vinsamlegast komið þessum skilaboðum til skila innan ykkar fyrirtækja og til þeirra aðila sem erindi geta átt á fundinn.
Vinsamlegast tilkynnið um þátttöku fyrir kl. 15:00, miðvikudaginn 13. Janúar með því að staðfesta mætingu eða senda netpóst á pmj@eyjar.is.