SASS auglýsir eftir umsóknum um styrki til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar á Suðurlandi. Til úthlutunar eru 50 milljónir króna.
Síðari úthlutun ársins fer nú fram og er umsóknarfrestur til og með 16. október n.k. Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt í gegnum vefinn sudurland.is.
Miðvikudaginn 2. október verður haldinn kynningarfundur þar sem farið verður yfir úthlutunarreglur og leiðbeiningar varðandi umsóknarferlið.
Fundurinn verður haldinn í Þekkingarsetri Vestmannaeyja að Strandvegi 50, 3ju hæð. Fundurinn hefst kl. 12:00.
Nánari upplýsingar: http://www.sass.is/2013/09/sass-auglysir-eftir-umsoknum-um-styrki/
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) eru landshlutasamtök sveitarfélaga á Suðurlandi, samstarfs- og þjónustuvettvangur um hagsmunamál sveitarfélaga,