Erindi – 12. september 2018
Þekkingarsetur Vestmannaeyja stendur fyrir mánaðarlegri fundarröð um sjávarútveg þar sem rúmlega 100 aðilum sem tengjast sjávarútvegi í Eyjum er boðin þátttaka. Erindið er það fimmta í röðinni á þessu ári. Yfirskrift erindisins var: Rekjanleiki sjávarafurða frá veiðum til neytenda. Er bálkakeðja (e. blockchain) næsta bylting í sjávarútvegi?
Stefán P. Jones stofnandi og framkvæmdastjóri Seafood IQ kom til Eyja til að halda hádegis sjávarútvegserindi í Þekkingarsetri Vestmannaeyja fimmtudaginn 6. september s.l. 25 manns komu og hlýddu á erindi Stefáns.
Gestir erindisins voru duglegir að spyrja spurninga um efnið og deila skoðunum sínum á málefnunum.
Þekkingarsetrið þakkar Stefáni fyrir áhugaverð erindi.
Næsta sjávarútvegserindi er fyrirhugað í Þekkingarsetrinu í október 2018